Lesbískt par í Florida ekki viðurkennt sem fjölskylda

Tvær konur sem búa saman, lesbískt par,  hefur kvartað yfir því að safn sem er sérstaklega starfrækt fyrir börn í  Jacksonville, Florida þar sem þær búa lætur þær ekki njóta fjölskylduafsláttar eins og aðrar fjölskyldur fá.

Þegar þær komu síðast í safnið var þeim sagt að þær yrðu að borga meira fyrir aðgöngumiðana en sambúðarfólk af sitt hvoru kyninu.

Safnið sendi út fréttatilkynningu þar sem segir að sértilboð séu „mjög sérstök“ og ekki sé hægt að gera neinar undantekningar þar á.

Það sem svo hefur gerst í framhaldinu er, að á fésbókarsíðu sem stofnuð var í tilefni þessa máls er hvatt til að fólk fari ekki á safnið og eru strax komin yfir  1,300 læk. Í ávarpinu á fésbók segir m.a.:  

“Í Bandaríkjunum eru margs konar fjölskyldur. Í sumum eru pabbi og mamma. Í sumum er bara mamma eða bara pabbi. Í sumum eru mamma eða pabbi og afi og/eða amma. Í sumum eru tvær mömmur eða tveir pabbar. Allar fjölskyldur eiga rétt á að vera viðurkenndar sem fjölskyldur og eiga rétt á að fyrirtæki sem þær versla við komi eins fram við þær.

Líkamsræktarstöð – í  Virginíu breytti reglum sínum 2012 þegar tveir samkynhneigðir menn sem var neitað um fjölskyldukjör fóru í mál við stöðina. Til viðbótar við það að þeir fengu ekki fjölskyldukjör var tveggja ára syni þeirra bannaður aðgangur að sundlauginni þegar stjórnendur komust að því að hann var af heimili þar sem „hjónin“ voru af sama kyni.

Samkvæmt lögum Virginia ríkis voru mennirnir og sonur þeirra ekki álitnir vera fjölskylda. Finnst þér þetta í lagi í nútíma samfélagi?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here