Þær Doll, 30 ára, Kitten, 27 ára og Brynn, 34 ára,  frá Massachusetts létu gefa sig saman í ágúst á síðasta ári og eiga nú von á sínu fyrsta barni, en Kitty á von á sér í júlí. Þær eiga von á stúlkubarni og sæðið fengu þær frá nafnlausum sæðisgjafa. Þær segjast ætla að eiga 3 börn og ganga með eitt á mann.

article-2611020-1D48A0AA00000578-538_634x553
Doll, Kitten og Brynn Young

Kitten mun að öllum líkindum ganga með öll börnin með egg frá hinum konunum, en það er líka inni í myndinni að ættleiða. Brynn sagði í viðtali við Daily Mail: „Okkur langar að eignast 3 börn, allt í allt. Við höfum grínast með það okkar á milli að börnin eigi aldrei að verða fleiri en foreldrarnir.“

 

Þegar Doll, Kitten og Brynn Young voru gefnar saman í ágúst, fylgdu feður þeirra, hver sinni dóttur, upp að altarinu og allar þrjár konurnar voru klæddar hvítum brúðarkjólum og skiptust á hringum.

 article-2611020-1D4893AC00000578-65_634x545

Þríeykið fékk svo lögfræðing, sem sérhæfir sig í fjölskyldumálum, til þess að skrifa samning kvennanna á milli sem gerir þær, samkvæmt lögum, skuldbundnar hver annarri.  Brynn og  Kitten eru í löglegu hjónabandi og Doll er svo tengd þeim báðum, á pappírum, svo þær eru allar í eins miklu hjónabandi og hægt er. 

Árið 2009 kynntust Brynn og Doll í gegnum stefnumótasíðu á netinu. Þær voru báðar komnar á þá skoðun að fjölkvæni hentaði þeim, miklu frekar en einkvæni. Þær voru saman í 8 mánuði áður en þær fluttu inn saman. Ári síðar hittu þær svo Kitten á síðu þar sem þær Brynn og Doll höfðu sett inn auglýsingu til þess að kynnast þriðju konunni í þeirra samband.

article-2611020-1D489E8500000578-556_634x495

Konurnar segja að samband þeirra sé bara nokkuð líkt venjulegum samböndum. Þær borða saman morgunmat, horfa á sjónvarpið saman á kvöldin og deila rúmi.

Doll segir: „Eini munurinn er að við þurfum að hafa meiri samskipti. Það eru þrjár manneskjur í sambandinu svo við þurfum að skipuleggja okkur og allt sem við gerum og plönum fer í dagatal. Heimilsverkin deilast á þrjár manneskjur sem er jákvætt.“article-2611020-1D48AA1F00000578-610_634x561

Brynn bætir við: „Hver og ein okkar er með ákveðið hlutverk. Mér finnst við vera rómantískt teymi. Í þessu sambandi er ég aðal fyrirvinnan, ég vinn 40 tíma á viku og kem með megnið af tekjunum á heimilið. Doll eldar og Kitten þrífur heimilið. Stundum  hjálpar Kitten mér með hárið á mér og farðann fyrir vinnu.“

 

SHARE