Samkvæmt frétt á vísi.is mun stofnandi og forstöðukona samtakanna Vörn fyrir börn, Kristín Snæfells, hafa tekið þátt í að láta ungt barn ljúga grófu kynferðiofbeli upp á föður í forræðisdeilu.

Upp komst um ósannindin eftir áralangt rannsóknarferli opinberra aðila og hæstiréttur dæmdi föðurnum fulla forsjá eftir langt og erfitt ferli.

Barnahús var með barnið í ítrekuðum viðtölum og var það úrskurður þeirra að ekkert saknæmt hefði átt sér stað. Í seinasta viðtalinu við barnið sagði barnið svo frá því að hún hefði verið beitt þrýstingi af hendi móður sinnar og Kristínu. Henni hafði verið bannað að leika sér nema nema svara erfiðum spurningum og til að sleppa hafi hún þurft að skrökva. Móðir hennar sagði henni nákvæmlega hvernig hún átti að svara lögreglunni.

 

SHARE