Apryl Michelle Brown, tveggja barna móðir fékk sé silikon spautur hjá einhverjum kvemanni og efnið reyndist vera þéttiefni sem notað er til að þétta kringum sturtur og vaska. Kvalirnar voru óbærilegar og hún var nær dauða en lífi og varð að taka af henni báða fætur, handleggi og rasskinnar.

„Ég borgaði hégómann dýru verði og mig langar að vara aðra við hættunni að fara í meðferð hjá fólki eins og ég fór til. Ég get engum kennt um nema sjálfri mér. En ég vara við svona skyndiviðgerðum“.

 

Apryl vann við hárgreiðslu og dag einn komu tvær konur á stofuna til hennar. Önnur þeirra sagðist vinna við að „laga“ rasskinnar og brjóst á konum með því að sprauta í þær og hún skyldi endilega  koma til sín. Og það gerði Apryl. Konan sem gerði þetta tók mikla peninga fyrir og hefur enga læknisfræðimenntun að neinu leyti.

Shapely bum

Ofnæmisviðbrögð líkamans við iðnaðarsílíkoninu sem var sprautað í hana voru ofsaleg og kvalirnar eftir því. Eftir mikil deyfilyf og tilraunir lækna til að hjálpa henni var komið drep í handleggi, fótleggi og rasskinnar og til að bjarga lífi hennar varð að fjarlægja þetta allt.

„Þetta hefur verið erfitt“, segir Apryl „og ég hef grátið mikið, En veruleikinn er sá að ég er búin að missa hendur, fætur og rasskinnar, allt af því að mig langaði að hafa stærri rasskinnar. Ég  get ekki lýst skömminni og sektarkenndinni sem ég verð að búa við ofan á annað. Látið ekki plata ykkur eins og ég gerði“ 

SHARE