Liam hélt þau yrðu alltaf saman

Miley Cyrus er að skilja við Liam Hemsworth eftir örstutt hjónaband, en þau hafa verið gift í tæpt ár. Þau giftu sig í desember 2018 og samkvæmt heimildarmönnum, var Liam nokkuð viss um að þau yrðu gift allt sitt líf.

Eitt af því fyrsta sem Liam gerði var að fara heim til Ástralíu, þar sem hann verður umvafinn nánusu fjölskyldu sinni.

Það er besta meðalið fyrir hann þegar honum líður illa. Þetta er ekki auðvelt fyrir Liam og hann á erfitt með að sætta sig við þetta. Þau elska hvort annað mjög heitt og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Í augnablikinu eru þau skilin og það mun örugglega vera þannig áfram,

segir heimildarmaður HollywoodLife.

Það er ekki bara skilnaðurinn sem hefur áhrif á Liam heldur hefur það haft áhrif á hann að Miley hefur verið að eyða tíma með Kaitlynn Carter. Birtar hafa verið myndir af þeim tveimur kyssast og knúsast á Lake Como.

Þetta hefur komið honum í uppnám, en hann er ekki reiður. Miley er ekki lengur með Liam svo hún má gera það sem hún vill.

segir heimildarmaðurinn.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here