Liam Hemsworth vildi ekki fá Miley Cyrus með

Miley Cyrus (23) varð svolítið móðguð þegar kærastinn hennar, Liam Hemsworth (26), bauð henni ekki með í frumsýningarpartý á nýjustu mynd hans Independence Day: Resurgence.

„Miley hefði viljað fara með og það var erfitt að kyngja því að hann bæði hana að koma ekki. Hún skilur samt ástæðuna og verður að leyfa honum að taka ákvarðanir varðandi frama sinn,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

 

Liam vildi, að sögn þessa heimildarmanns, ekki breyta þessari frumsýningu í einhvern sirkus og láta samband sitt skyggja á kvikmyndina sjálfa.

 

 

SHARE