Líklega heitasta parið í Hollywood um þessar mundir

Leikkonan Sofia Vergara og leikarinn Joe Manganiello eru eitt umtalaðasta Hollywood parið um þessar mundir í erlendum slúðurmiðlum. Orðrómur um að Sofia og Joe væru að slá sér saman fór á flug í fjölmiðlum í byrjun júlí en nú undir lok mánaðarins sést æ meira til turtildúfanna.

Þau þykja bæði ákaflega kynþokkafull og glæsileg en það er einmitt ástæðan fyrir því að erlenda slúðurpressan virðist ekki fá nóg af þeim. Mótleikkona Sofiu úr gamanþáttunum Modern Family, Julie Bowen gaf grænt ljós á sambandið fyrir stuttu þegar hún lét þau orð falla að þau væru sannkölluð genasprengja og að það væri mögulega ekki nægilega mikil fjölbreytni í genalauginni þeirra þar sem þau væru bæði svo falleg.

Leikkonan Sarah Hyland sem leikur einnig í Modern Family virtist einnig samþykkja þetta nýja ástarsamband og benti á að þau myndu líklegast eignast ákaflega falleg börn.

Bloomberg & Vanity Fair Cocktail Reception Following The 2014 WHCA Dinner

SHARE