Lindsay Lohan(30) var að skemmta sér á einkanæturklúbbi í Moskvu um helgina og missti sig, að sögn sjónarvotta, alveg þar inni. Hún tók kast vegna þess að hún var sannfærð um að ung kona hefði stolið símanum hennar. Lindsay fór að öskra og veifa handleggjunum.

 

Sjá einnig: Lindsay Lohan slæst við unnusta sinn

„Hún potaði í stúlkuna sem sat við borðið með henni og sagði að hún hefði stolið símanum hennar,“ sagði vitni að þessum atburði. Hann segir líka að þegar Lindsay hafi fengið reikninginn á skemmtistaðnum, heimtaði hún að stúlkan myndi borga. „Lindsay öskraði á konuna en einhverra hluta vegna gat hún ekki borgað reikninginn sjálf.“

Þetta endaði með því að einhver annar gestur borgaði reikninginn.

 

 

SHARE