
Lindsay Lohan reifst við unnusta sinn, Egor Tarabasov, um seinustu helgi og segir að hann hafi tekið hana hálstaki. Hún hringdi á lögregluna og samkvæmt slúðurmiðlum eru þau búin að slíta trúlofuninni. Tveimur dögum seinna var Lindsay mætt í frí til Sardiníu í Ítalíu, ásamt tveimur vinum. Hún var mikið í símanum, reykti sígarettur og baðaði sig í sólinni. Hún gekk um bæinn og kíkti í búðir.
Sjá einnig: Lindsay Lohan trúlofuð og hamingjusöm
Lindsay birti mynd af sér á Instagram þar sem hún þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn og sagði að henni liði bara ágætlega.