Lisa Marie Presley gæti misst forræðið yfir tvíburadætrum sínum vegna drykkju og lyfjafíknar sinnar. Fyrrum eiginmaður Lisa, Michael Lockwood, hefur farið fram á fullt forræði yfir stelpunum. Lisa bað um að barnaverndarnefnd myndi fylgjast með öllu um leið og hún og Michael skildu en gæti séð eftir því núna, því hún var send í meðferð en hún er háð áfengi, verkjatöflum og öðrum lyfjum.

 

Sjá einnig: Lisa Maire Presley skilur í fjórða sinn

Michael mun nota þetta sér til framdráttar og mun meðal annars segja að hann hafi séð mikið um stúlkurnar því Lisa sé óáhugasamt og fjarlægt foreldri. Samkvæmt heimildarmanni hefur barnfóstra séð mikið um stúlkurnar ásamt Priscilla, ömmu þeirra.

SHARE