Listamenn fjölga mannkyninu – Ari Eldjárn og Friðrik Dór að verða pabbar

Skemmtikrafturinn og uppistandarinn Ari Eldjárn er að eignast sitt fyrsta barn innan nokkurra vikna, en hann er einn vinsælasti grínari Íslendinga. Ari hóf göngu sína sem uppistandari árið 2009 og hefur verið að troða upp með uppistandshópnum Mið Íslandi og verið mjög vinsæll hérlendis og einnig erlendis.

Annar sem er að fara að eignast sitt fyrsta barn er söngvarinn og Hafnfirðingurinn Friðrik Dór en Friðrik hefur gefið út tvær plötur: Allt sem þú átt 2010 og Vélrænn árið 2012 og hefur gert það gott í tónlistinni hér á landi og átt mjög vinsæl lög eins og  „Hlið við hlið“, „Fyrir hana“, „Hún er alveg með’etta“ og lagið „Til í allt“.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here