Flestum börnum er kennt að leika sér ekki með matinn. Listakonan Hong Yi er greinilega ekki sammála þessari reglu þar sem hún býr til listaverk úr matvörum. Reglan hjá henni er sú að listaverkið þarf að vera búið til einungis með matvælum og eina undantekningin er bakgrunnurinn sem er hvítur diskur.
Hér sjáum við landslag, dýr og allskyns flottar myndir búnar til úr mat.