Kylie Jenner litaði hárið sitt ljóst í vikunni og hefur það vakið mikla athygli á netmiðlum. Hún hefur áður verið með ljóst hár en hefur þá yfirleitt verið með hárkollu en ekki í þetta skipti. „Ég ætlaði ekki að verða ljóshærð,“ sagði Kylie í samtali við People. „Mig langaði í hunangsbrúnan en svo þegar við byrjuðum að lýsa það, tók hárið svo vel við og lýstist á augabragði. Ég sá að hárið mitt þoldi þetta svo ég ákvað að hafa það bara svona.“

Kylie-Jenner-Tyga-Out-NYC-September-2016

Sjá einnig: Kris Jenner reynir að fela línurnar

Kendall, systir Kylie var spurð hvort hún væri ekki næst í að lita sig ljóshærða og hún útilokaði það ekki. Systurnar hafa verið að kynna nýjar flíkur í tískulínu þeirra en þær eru að hanna saman föt og snyrtivörur sem seljast eins og heita lummur.

SHARE