Kate Middleton (34) og William Prince (34) eru sögð eiga von á sínu þriðja barni. Samkvæmt heimildarmanni Star eiga þau von á dóttur og er áformað að skíra litlu prinsessuna Díana, auðvitað í höfuðið á ömmu sinni heitinni. Díana prinsessa, móðir William, lést í hörmulegu slysi árið 1997 aðeins 36 ára gömul. „Kate veit hvað Díana skipti William og reyndar þjóðina alla miklu máli. Það verður frábær leið til að sýna minningu Díönu heitinnar virðingu,“ segir heimildarmaður Star.

Sjá einnig: Kate Middleton í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali í fimm ár

Enn sem komið er hefur ekki komið staðfesting á þessum sögusögnum frá höllinni en heimildarmaðurinn staðfesti að Kate og William hafa verið að reyna að eignast þriðja barnið.

SHARE