Lítill drengur féll 4,5 metra – Hélt að hann gæti flogið eins og Bósi ljósár

Lítill drengur frá Englandi var að leika sér með bróður sínum þegar hann féll út um gluggan í herbergi þeirra. Leo Fernando datt niður 4,5 metra en slapp naumlega með mar á hné og skurð á enni!

Heilbrigðisstarfsfólk sem tók á móti drengnum eftir slysið trúir því að hann hafi sloppið vel vegna þess að hann trúði því innilega að hann væri Bósi ljósár úr Toy Story og var því ekki hræddur við að fljúga, líkami hans stífnaði ekki upp, svo þegar hann skall á stéttina hafi hann bara skoppað upp eins mjúklega og hægt var.

Móðir drengsins segir: 
“Ég var í öðru herbergi þegar ég heyrði drenginn minn öskra “Oh guð, Leo datt út um gluggan!” Ég öskraði líka og hljóp út í garð. Ég vissi ekki hverju ég átti að búast við. Ég fann Leo uppréttann, blóðugan í andliti og grátandi.”

Móðirin heldur áfram og segir:
“Hjúkrunarfræðingurinn sagði mér að það sem hefði bjargað honum var að hann hafi ekki verið hræddur. Líkaminn stífnaði því ekki upp í fallinu. Læknar og hjúkrunarfólk trúði vart sínum eigin augum. Hann hlýtur að hafa vængi! Hann elskar Bósa ljósár svo kannski getur hann bara flogið líka!”

Mamman segir að drengurinn sé í góðu standi og sé strax farinn að klifra út um allt eins og venjulega.

SHARE