Lítill drengur sem fæddist með hala – Mamman biður um hjálp fyrir drenginn

Mamman sárbænir læknana að hjálpa drengum sínum sem fæddist með hala. 

 

Xiao Wei litli fæddist með klofinn hrygg sem þýðir að hryggsúlan náði ekki fullum þroska. Í hans tilviki hefur þetta leitt til þess að út úr neðsta hluta hryggsúlu hans vex hali, sem er þegar orðinn 10cm langur og heldur áfram að lengjast.

 

Fjölskyldan býr í Guangdong héraði og sagði móðir drengsins, Chen að þau hafi beðið lækna að fjarlægja halann en fjölskyldunni var sagt, að svoleiðis aðgerð væri mjög flókin. Læknarnir segja að þeir verði að laga mænugöngin áður en hægt sé að fjarlægja halann, annars vaxi hann bara strax aftur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here