Ég get sagt það með góðri samvisku að litlu hlutirnir gleðja mest.
Við könnumst öll við það að eiga einhvern ofboðslega góðan að, maka, mömmu, tengdamömmu, vinkonu eða jafnvel gamla skólasystur sem hefur reynst okkur vel og okkur langar ofboðslega að gera eitthvað fyrir þessa manneskju.
Oft förum við að hugsa um stórar aðgerðir, kostnaðarsamar með mikilli fyrirhöfn.
Það þarf nefnilega hvorki að taka langan tíma né mikinn eða einhvern pening.
Ég spurði nokkrar dömur um eitthvað fallegt og eftirminnilegt sem þær annað hvort höfðu gert eða hafði verið gert fyrir þær:
,,Kallinn minn skrifaði einu sinni svona note á símann minn og setti fremst á skjáinn hjá mér, mér fannst það ótrúlega sætt. Einu sinni sendi ég svo vinkonu minni bréf og taldi upp allt sem gerði hana sérstaka og að góðri vinkonu. Henni þótti mjög vænt um það‘‘.
,,Þegar ég var ófrísk af stelpunni minni þá var maðurinn minn mikið og lengi á sjó. Ég átti ofboðslega erfitt með að vera svona ein á meðgöngunni. Einu sinni þegar hann var á sjónum og þeir þurftu að fara í land með skiptið til að taka olíu tók hann sig til og sendi mér smá pakka.
Í pakkanum voru sokkar sem á stóð Thinking of you og svo stytta af konu engli með útbreidda vængi og ungabarn í fanginu. Þessi fallega gjöf gerði svo ótrúlega mikið fyrir mig og mér fannst þetta hrikalega fallegt og krúttlegt af honum‘‘.
,,Vinkona mín færði mér fallega skreytta cup cakes í vinnuna ásamt korti sem hún skrifaði fallega um mig‘‘.
,,Ég hef oft skrifað lítið bréf hand mínum kærasta með fallegum orðum‘‘.
,,Kærastinn minn skrifaði á mjólkurfernuna áður en hann fór að vinna Ég elska þig en hann veit að ég fæ mér alltaf mjólk útá hafragrautinn og því fyrsta sem ég geri nánast á morgnanna, ég átti mjög góðan dag!‘‘.
,,Ég fékk einu sinni mjög óvænta gjöf frá gamalli bekkjasystur minni, við höfum ekki heyrst í nokkur ár.
Hún sendi mér fallega rós og kort með sem á stóð Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég hef aldrei þakkað þér nóg‘‘.
Ég hafði ekki einu sinni áttaði mig á því að ég hafði gert svo mikið fyrir hana að ég ætti skilið þakkir fyrir en þetta gladdi mig‘‘.
,,Ég setti einu sinni helling af miðum í öskju og gaf kærastanum. Á hverjum miða stóð eitthvað fallegt um hann, mismunandi hlutir á hverjum miða. T.d, þú ert góður pabbi, þú ert frábær og svo framvegis‘‘.
,,skrifa krúttlegan post it miða og líma á spegilinn inni á baði‘‘.
,,Fyrir jólin þá prentaði ég út ÁST ER, þið vitið miðarnir með stelpunni og stráknum á. Alveg frá 1-24 desember fékk hann nýjan miða ást er miða. Þá fann ég eitthvað sem tengdist okkur og þá náði hann pointinu. Ég keypti líka hjarta klemmur úr tiger og festi þetta í jólaskrautið inni í stofu‘‘.