Litlu barni bjargað af 6. hæð

Í þessu myndbandi má sjá lítið barn sem er úti í glugga og virðist vera aleitt heima. Atvikið átti sér stað í Nadym í Rússlandi.

Barnið er á aldrinum 3-5 ára og stendur við gluggann með handleggina í gluggakistunni. Áhyggjufullir vegfarendur tóku eftir barninu og hringdu eftir hjálp.

Maður kemur til bjargar og þá fer barnið úr glugganum. Samkvæmt fólki sem vill ekki koma fram undir nafni, er móðir barnsins sífellt drukkin og engan veginn hæf í sínu hlutverki. Hún mun hafa verið að veiða fisk meðan á þessu stóð.

SHARE