Ljót saga af börnum og folaldi – ,,Grjótinu rigndi yfir vesalings folaldið”

Þessa frásögn sá ég á facebook síðu manns núna áðan og fannst tilvalið að deila með ykkur.
Þessi saga er hræðilega ljót og eflaust allir dýravinir sem fá sting fyrir hjartað.
Mikilvægt að ræða við börnin hvernig við komum fram við dýr, ekki kemur fram hvað þeim stóð til.

Ásgarður Suðurnesjum
Ljót saga af börnum og folaldi.

Vinafólk mitt á unga meri sem var að kasta sínu fyrsta folaldi fyrir nokkrum dögum síðan.Allt gekk vel og til að geta haft góðar gætur á hryssunni og afkvæmi hennar þá var hún sótt útí hagann og flutt ásamt folaldinu nær bænum í dekurhólf við gluggann á húsinu þeirra.
Hryssan var aðeins dösuð og þreytt eins og vænta má fyrsta sólahringinn en hann var ekki liðinn þegar að þrjú börn fóru inní hólfið til hennar og að folaldinu sem stóð við hlið mömmu sinnar.
Nú upphófst nokkuð sem að manni óraði ekki fyrir að myndi ske hjá svona ungum börnum!
Ekki er vitað hve lengi þessi ljóti leikur stóð yfir hjá börnunum þremur en kona í næsta nágrenni sá til þeirra þarsem þau hrintu folaldinu ítrekað niður og börðu það.
Ekki nóg með það þá tóku þau upp grjót og köstuðu í folaldið og konan sem varð vitni að þessu ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum og náði í kíkir til að aðgæta hvort hún sæi rétt.
Hún þaut út og hrópaði á börnin þrjú að hætta þessum ljóta leik en þá æstust þau bara meira upp og grjótinu ringdi yfir vesalings folaldið!
Svo hlupu þau heim til sín og konan sá hvert þau fóru og lét eigendur hryssunnar vita og hvað hefði skeð.
Ekki ætla ég að fara nánar útí hvað fór á milli foreldra krakkanna og eigendur hryssunnar með folaldið en það sem skeði svo næsta dag var frekar leiðinlegt.
Þau ætluðu að kíkja á hryssuna og folaldið hennar og mynda það en þá tók meri sig til og gerði sig líklega til að ráðast á eiganda sinn.
Hryssan er hætt að treysta manninum en þessi skepna er ein af þeim blíðustu hrossum sem ég hef kynnst og afar mannelsk frá því hún var mjög ung.
Það sem hefur stoppað hana af að ráðast ekki á börnin var að hún var svo nýköstuð og ekki búin að ná upp fullum þrótti þannig að þau sluppu vel.
En hvað skeður svo ef að þessir krakka kvikindi (já skjótið mig að vild!) fara aftur inní hólfið þegar að enginn sér til og reyna að leika þennan leik aftur og hryssan snýst til varnar?
og hvað eru svona ung börn að hugsa og hvað eru þau að horfa uppá heima hjá sér í sjónvarpi eða raunveruleika að þau gera svona lagað????

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here