Lögreglan stoppar strætó!

Mynd - Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu

Núna þegar það fer að hlýna og það þyngist hægrilöpp nokkurra samborgara okkar sem verða eins og beljur að vori á gæðingum sínum fer Lögreglan á stjá á hjólunum og ekki veitir af.

Þessi strætisvagn hefur líklega verið orðinn eftir áætlun þar sem hann þeysti yfir á rauðu ljósi nálægt miðborginni í dag og hefur svo sannarlega ekki verið að huga að því að á þessum ljósum var Lögreglumaður á mótorhjóli sem beið ekki boðana og stoppaði gulu hættuna í snarheitum.

Mynd náðist af Lögreglumanninum lesa bílstjóranum pistilinn enda eiga atvinnu bílstjórar að vera heldur fyrirmynd í umferðinni.

Hvað finnst þér?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here