Þessi Kólumbíska lögreglukona, Luisa Fernanda Urrea, fann yfirgefið, nýfætt barn. Barnið var mjög svangt og var alveg við það að ofkælast. Luisa er sjálf með barn á brjósti svo hún gerði það sem henni datt fyrst í hug, að gefa barninu brjóst.

Sjá einnig: Framlengd brjóstagjöf – Falleg og náttúruleg

„Ég er nýbúin að eignast barn sjálf og ég sá það strax að það barnið þurfti á næringu að halda. Ég held að allar konur hefðu gert það sama í sömu kringumstæðum,“ sagði Luisa.

Barnið var yfirgefið fljótlega eftir að það kom í heiminn og var meira að segja enn með naflastrenginn fastan við sig. Yfirvöld leita nú móður barnsins sem á yfir höfði sér kæru vegna verknaðarins.

 

 

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/113119222163625/videos/671527832989425/”]

SHARE