Lýst eftir Husky í Kópavogi – Drap hænur í hænsnakofa

Steinunn Hallmundsdóttir í Kópavogi var með þessa stöðuuppfærslu á Facebook í gær: „OJJJ við lentum í alveg hrikalegu atviki áðan heima hjá mömmu og pabba, eins og flestir vita þá eru þau mamma og pabbi með hænur í garðinum. Það kom hundur og drap þær allar og hræddi líftóruna úr henni Auði Ósk systur minni. Hér með auglýsi ég eftir brún/rauðum Husky hundi eða einhverskonar blöndu af Husky hérna í vesturbænum í Kópavogi. Vil gjarnan finna eigandann svo ég geti látið hann vita hvað gerðist!! Endilega látið mig vita ef ykkur dettur í hug hver á svoleiðis?“

Við hjá Hún.is spurðum Steinunni út í hvað gerðist nákvæmlega:

„Systir mín fer út og ætlar að loka hjá hænunum og labbar inn i búrið og sér að það eru fjaðrir út um allt, þegar hún fer svo að litast i kringum sig þá liggja þær bara allar á víð og dreif um búrið dauðar. Svo snýr hún sér við og þá læðist hundurinn að henni og urrar og sýnir tennurnar og hún að sjálfsögðu tryllist úr hræðslu og hleypur inn og skellir á eftir sér. Nágrannarnir heyra öskrin í henni og koma út og sjá hann þá hlaupa í burtu. Þetta voru 12 hænur og aðeins tvær eru enn a lífi en mjög illa farnar.“

Ef einhver kannast við þessa lýsingu á hundum endilega hafið samband við Steinunni á Facebook. 

SHARE