Madonna biður fólk um að hætta að leggja sig í einelti – „Hættið að leggja mig í einelti fyrir að njóta lífsins“

Lifandi goðsögnin Madonna hefur biðlað til fólks að hætta að leggja sig í einelti eftir að rapparinn 50 Cent fór mikinn og gerði lítið úr henni á samfélagsmiðlum. Söngkonan hefur undanfarnar vikur sett ansi skrýtin og jafnframt dásamleg myndbönd á Instagram og TikTok sem hefur komið einhverjum aðdáendum í opna skjöldu. Í einni af nýlegri færslum sínum gerði Madonna áhorfendur orðalausa þegar hún tók upp á því að mæma við lag rapparans ​​Baby Keem. Myndbandið virðist hafa hvatt 50 Cent til að endurvekja deilur hans við poppstjörnuna.

Instagram will load in the frontend.

Það er erfitt að segja til um hvort 50 Cent, öðru nafni Curtis Jackson, hafi hneykslast eða skemmt sér yfir myndbandi Madonnu. Rapparinn deildi mynd á Instagram Story sinni þar sem hann hefur 28,5 milljónir fylgjenda, með skilaboðunum: „Að Madonna notar rapptónlist á TikTok er sorglegt og fer alveg með mig. Hann bætti svo við sitt eigið innleggog skrifaði: “Ég sagði ykkur að amma væri „bullsh**“! Eins og 64 ára gömul „Hrein mey“(Like a virgin). LOL.” Margir hafa tekið undir þetta hjá 50 Cent og sá Madonnu sig knúna til þess að að biðja fólk um að „hætta að leggja sig í einelti“. Söngdívan birti mynd af sér á Instagram Story,þar sem hún skrifaði: „Hættu að leggja Madonnu í einelti fyrir að njóta lífsins,“ og lét fylgja klippu af henni mæma við lagið sitt „Give It To Me“ .

Eins og fyrr segir er þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau 50 Cent og Madonna lenda í hár saman. Árið 2019 deildu 50 Cent mynd af Madonnu þegar hún kom fram á LGBT Stonewall Inn bar í New York , ásamt athugasemdinni: „Hahhahaha Madonna búinn að láta taka rassinn á sér í gegn. „Lol “hvað í fjandanum er í gangi.“ Hann tók annað skot á hana í fyrra, þegar Madonna deildi nokkrum hrífandi myndum af sér þar sem hún stillti sér upp í rúmi. Á einni af myndunum stillti hún sér upp í svörtum undirfötum og netsokkabuxum með geirvörtuna úti – auðvitað fann 50 Cent sig knúinn til endurdeila myndunum og skrifa: „Já, þetta er fyndinn skíturinn! LOL.

“Þetta er Madonna uppí rúmi að reyna að vera eins og hrein mey, 63 ára gömul. hún fær ekki gamla rassinn á sér til að standa upp. LMFAO”. Madonna svaraði þá fyrir sig og skrifaði: „Hér er 50 Cent að þykjast vera vinur minn og ákvað að tala illa um mig!…

“Ég býst við að nýr ferill þinn sé að vekja á þér athygli með því að reyna að niðurlægja aðra á samfélagsmiðlum. Ömurlegasti ferill sem þú gætir valið sem listamaður og sem fullorðinn. “Ert bara öfundsjúkur, þú munt ekki líta eins vel út og ég og skemmta þér ein vel, þegar þú ert á mínum aldri! Þegar 50Cent reyndi að biðjast afsökunar var Madonna ekki a þeim buxunum að taka afsökunarbeðninni og lýsti henni sem bull og inntómsríka.

Það verður að segjast að þessar leiðinlegu athugasemdir sem hún Madonna hefur fengið eru gegnar alltof langt. Madonna er og hefur alltaf verið litríkur karakter og haft gaman af því að “sjokkera” fólk. Það má eiginlega segja að hún sé ákveðin frumkvöðull í þeirri iðju. En afhverju má hún ekki bara vera öðruvísi? Hún virðist vera skemmta sér konunglega þessa dagana og er það ekki það sem lífið snýst um. Að skemmta sér og vera hamingjusa

SHARE