Ég fór í frekar slæmu skapi út að borða í gær, var orðin verulega svöng og pirruð.
Það var hinsvegar fljótt að breytast þegar við löbbuðum inn á madonna veitingastað.
Á móti okkur tók hress og skemmtileg stúlka og bauð okkur velkomin, við vorum frekar seint á ferð og því var ekki þétt setið,
hún benti okkur á nokkur góð borð og leyfði okkur að velja.
Eigandinn kom og spjallaði við okkur enda var hann sjálfur að þjóna þetta kvöld.
Við fengum okkur djúpsteiktan camenbert með sultu og brauði í forrétt, besti vinur minn fékk sé kjúklingabringu með
grænmeti og sjálf fékk ég  mér fræga humarpastað þeirra.
Við fengum okkur sitthvoran stóran bjór ásamt gosi og deildum einnig eftirrétt.

Maturinn var rosalega vel útilátinn og hrikalega góður, við gátum með engu móti sett útá neitt við hann, einnig var þjónustan
stórkostleg og skemmtileg. Mér finnst ekkert leiðinlegra en of formlegir þjónar.
Við vorum spurð hvernig smakkaðist og diskarnir voru hreinsaðir fljótt eftir að við vorum buin.
Staðurinn en hrikalega notalegur og heimilislegur.
Það sem gerði líka frábæra stemingu var skemmtileg tónlist!
Ég hugsaði lengi hvort það væri eitthvað sem hefði mátt fara betur en við gátum með engu móti sett útá neitt.
Við fórum pakksödd og glöð út.
Við borguðum í kringum tíu þúsund fyrir okkur bæði sem er ekki neitt fyrir svona máltíð og þjónustu.

Takk fyrir okkur Madonna!

SHARE