Tara Quigley, 28 ára lenti í því hræðilega atviki að óprúttinn aðili skvetti sýru á andlit hennar meðan hún stóð í dyrunum heima hjá sér. Tara er með alvarlega áverka á andliti sínu eftir árásina og er mikið brennd. Ókunnugur maður bankaði á dyr hennar og þegar hún kom til dyra skvetti hann sýru á andlit hennar. Þriðjungur andlits hennar brenndist í árásinni og liggur hún nú á spítala þar sem hún jafnar sig. Tara á erfitt með að sætta sig við brunann og fjölskylda hennar er hrædd um að áverkarnir séu varanlegir.
Manninum sem grunaður er um verknaðinn er lýst sem 20 ára, hvítum, lágvöxnum, í svörtum fötum og talaði með furðulegum hreim. Maðurinn hafði bankað áður á dyrnar og spurði þá um Michelle, Tina sagði honum að þarna væri enga Michelle að finna og skellti hurðinni. Hálftíma síðar bankaði hann aftur og þegar Tina svaraði hellti hann sýru yfir andlit hennar. Tinu tókst að skella hurðinni og hlaupa að vaskinum og reyna að skola sig eins og hún gat þar til sjúkrabíll mætti á svæðið.
Nágrannar segjast hafa heyrt öskur og grátur og heyrðu konuna kalla eftir hjálp. Lögregla leitar nú vitna af árásinni þar sem árásarmaðurinn hefur ekki enn fundist.
Árásin virðist hafa verið algjörlega tilefnislaus.