Strangtrúaður fimm barna faðir tók stóra ákvörðun árið 1991. Hann sagðist ætla á ráðstefnu en kom aldrei heim aftur og var á endanum úrskurðaður látinn.
Árið 2007 eða tæpum tveimur áratugum eftir hvarf hans sneri hann aftur til fjölskyldu sinnar. Hann sagði þeim þá að hann væri samkynhneigður og hefði búið með manni síðasta áratuginn.
Saga Erics hefur vakið mikla athygli og hann kom fram í viðtali við fréttastofu ABC í síðustu viku þar sem hann reyndi að útskýra ástæðu þess að hann lét sig hverfa.
Hann sagði að hann hefði bara viljað losna út úr aðstæðum sem hann var fastur í. Honum leið eins og hann væri fastur í hjónabandi sem hann vildi ekki vera í. Hann gat ekki hugsað sér að lifa lífi þar sem hann þurfti að leyna kynhneigð sinni. Eric kemur frá trúaðri fjölskyldu og gat ekki hugsað sér að koma út úr skápnum.
Eric kynntist manni sem hann hefur búið með síðustu árin en meðan Eric lifði sínu lífi, frjáls var fjölskylda hans í molum. Fjölskylda hans syrgði manninn sem þau héldu að væri dáinn og þau lifðu allan þennan tíma í óvissu.
Árið 2007 ákvað Eric að nú væri tími til kominn að hitta fjölskyldu sína á ný. Hann vildi hitta foreldra sína og fyrrverandi eiginkonu og börn en sagðist hafa áttað sig á því að kona hans yrði eflaust ekki glöð að sjá hann.
Fyrir utan tilfinningalega álagið sem endurkoma hans olli fjölskyldunni hafði heimkoma hans einnig áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Fjölskyldan fékk greidda líftryggingu mannsins á sínum tíma og skuldar nú tryggingastofnun háar upphæðir.
Saga Erics hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum en fólk gagnrýnir hann fyrir að yfirgefa börn sín.
Eric segist ekki sjá eftir því að hafa “risið upp frá dauðum.” Ættingjar hans eru hinsvegar ekki allir á þeim buxunum að fyrirgefa manninum en dóttir hans segir:
“Ég þekki fullt af samkynhneigðu fólki sem myndi aldrei haga sér svona og ég myndi aldrei nota samkynhneigð sem afsökun fyrir svona hegðun.” Hún segir einnig: “Ég held að hann sé ekki fær um að elska neinn nema sjálfan sig.”