Kæri Guð, ég er trúfast lamb þitt!
Ég er orðinn svo þreyttur á þessari sífelldu endalausu vinnu og vildi óska þess eins að ég gæti skipt um hlutverk við konuna mína! Konur þurfa ekkert að gera nema dunda sér heima og snýta börnunum af og til! Gerðu það, kæri Guð, leyfðu mér að skipta!”
Maðurinn var góður og kristinn maður sem bað Guð ekki oft um eitthvað eins og þetta. Það kom honum því ekki mikið á óvart þegar hann vaknaði fyrir allar aldir morguninn eftir og uppgötvaði að Guð hafði bænheyrt hann.
Hann var himinlifandi, allt þar til hann kom fram á klósett og rakst á skilaboð frá himnaföðurnum skrifuðum eldskrift í klósettpappírinn. þar stóð: „Ég hef ákveðið að uppfylla ósk þína. Nú skaltu drífa þig að mála þig óaðfinnanlega og greiða á þér hárið, vera komin fram í eldhús kl hálfsjö, hita kaffi, vekja manninn þinn og börnin, útbúa morgunverð fyrir fjölskylduna sem og nesti fyrir þá sem það þurfa. Því næst skaltu reka á eftir öllum að koma sér í fötin og koma öllum út í bíl. Þú skalt keyra manninn þinn í vinnuna og börnin í leikskóla og skóla og fara svo heim með yngsta barnið og skipta á bleyjunni þess. Þú skalt svo raða í uppþvottavélina eftir morgunmatinn, setja í þvottavél, brjóta saman af snúrunum frá því í gær, strauja það sem þarf að strauja, skipta aftur um bleyju á barninu, gefa því brjóst, búa um rúmin, taka úr þvottavélinni, hengja upp á snúru, rétta barninu snuðið sitt, setja aftur í þvottavélina, láta barnið leggja sig og nota tímann meðan það sefur til að ryksuga, skúra, þurrka af og skrúbba klósettið.
Þegar barnið vaknar skaltu skipta um bleyju á því, skipta líka um föt á því af því að það mun hafa kúkað sig allt út og gefa því síðan aftur brjóst. Þá verður kominn tími til að sækja barn á leikskólann. Gerðu það og komdu með það heim. Skiptu um föt á eldra barninu því það kom skítugt heim úr leikskólanum. Taktu úr þvottavélinni, hengdu upp, taktu niður þurran þvott og settu aftur í vélina.
Brjóttu saman þvott. Gefðu eldra barninu eitthvað að borða og ruggaðu yngra barninu á meðan. Þá verður komið að því að sækja elsta barnið í skólann. Gerðu það og komdu með það heim. Láttu það taka til við heimalærdóminn og hafðu yfirumsjón með því á meðan þú skiptir á yngsta barninu, klæðir miðbarnið í útiskóna sína og gerir innkaupalista. Þegar elsta barnið hefur lokið heimalærdóminum kallar þú miðbarnið inn, gefur börnunum vel samsettan og heilsusamlegan drekkutíma og kemur því næst öllum í útiföt, því nú áttu að fara að versla. Gerðu innkaupin án þess að garga á börnin þín eða beita þau harkalegu ofbeldi, því þau munu gera hvað þau geta til að ergja þig.
Komdu vörunum, börnunum og sjálfum þér að kassanum og borgaðu. Því miður þá muntu komast að því að færslan verður ekki heimiluð á kortið þitt, svo þú verður að biðja afgreiðsludömuna að hinkra á meðan þú hringir í bankann og leysir flækjuna. Á meðan þú bíður eftir að komast í samband við þjónustuver bankans þá muntu taka eftir því að yngsta barnið er búið að kúka og það byrjar að öskra. Þér mun takast að fá yfirdráttarheimildina framlengda í gegnum símann, greiða fyrir vörurnar og fara með þær út í bíl.
Þá skaltu fara með börnin heim í snarhasti og skipta á því yngsta. þú munt ekki hafa mikinn tíma, því innan skamms verðurðu að sækja manninn þinn í vinnuna, svo vertu snögg!! Nú skaltu sækja manninn þinn og passa þig að verða ekki of sein. Og mundu enn og aftur að það er ekki börnunum þínum að kenna að umferðin er svona brjáluð, svo ekki láta það bitna á þeim að það pirri þig! Þegar þú hefur sótt manninn þinn þá skaltu taka til við að útbúa kvöldmatinn. Þegar allir hafa borðað er kominn tími til að koma miðbarninu í háttinn og skipta enn og aftur á yngsta barninu.
Þú þarft jafnframt að þrefa við elsta barnið, því það á eftir að biðja þig um að fá að gista hjá félaga sínum, sem þú vilt ekki að það geri, því þú veist að það er mikið áfengisvandamál á því heimili og þar fyrir utan þá þarf krakkinn að mæta í skólann á morgun! Nuðaðu í manninum þínum í hálftíma til að fá hann til að lagfæra dyrakarminn sem brotnar þegar barnið skellir hurðinni. Þegar hann hefur gert það þá skaltu skikka elsta barnið í rúmið, skipta á yngsta barninu, setja það í náttfötin, gefa því brjóst og koma því í svefn. Þegar því er lokið þá skaltu taka úr vélinni, hengja upp úr henni, taka niður þurran þvott og setja aftur í vélina. Brjóttu saman þvottinn. Nú skaltu vaska upp og ganga frá eftir kvöldmatinn.
Nú muntu anda léttar, því ró verður komin yfir heimilið. En bíddu hæg. Nú þarft þú að þóknast manninum þínum í rúminu, hvort heldur þú vilt það eður ei. Ef þú verður heppin (sem ég veit að þú verður ekki, því ég er Guð) þá tekur það bara stutta stund. þegar hann er sofnaður eftir gleðistundina þá skaltu fara fram á bað og skola þig vel og þvo þér á meðan þú bíður eftir að þvottavélin klári að þvo. þegar hún er búin skaltu hengja upp úr vélinni, taka niður af snúrunni það sem er orðið þurrt og brjóta það saman, setja aftur í vélina og gera svo skólatösku elsta barnsins klára fyrir morgundaginn, gera tilbúin föt fyrir yngri börnin og klára að ganga frá eftir daginn. Gangi þér vel.“
Maðurinn (konan) sat agndofa á klósettinu stutta stund en tók svo til við verkin. Hann komst örþreyttur gegnum daginn og sofnaði áður en hann náði að leggja höfuðið á koddann um kvöldið, gersamlega búinn á taugum og með aum kynfæri eftir kynlífið. Hann náði tveimur þriggja tíma svefnlotum milli þess sem yngsta barnið vaknaði og vildi drekka og hans fyrsta verk þegar hann vaknaði eldsnemma morguninn eftir var að falla á kné á baðherberginu og grátbiðja Guð um að fá að verða karlmaður aftur. Eldskriftin birtist samstundis á klósettpappírnum:
„Kæri sonur. Ég er stoltur af því hvað þér gekk vel í gær og ég vildi svo gjarnan verða við bón þinni í annað sinn. En því miður þá er mér það ekki mögulegt. þú verður að bíða í um það bil níu mánuði, því maðurinn þinn gerði þig víst ófríska í gær!“