Mamma og systir Kim Kardashian rústa heimili hennar

Í þættinum Keeping Up With The Kardashians sem sýndur var 7. júlí verður Kim Kardashian bálreið við móður sína og Khloe þegar þær tóku sig til og rústuðu heimili hennar á einhverju fylleríi.

Khloe finnst hún vera útundan því Kim og Kourtney nota allar stundir til þess að plana komu litla barns Kim, North West, en Khloe hefur ekki ennþá orðið þeirrar blessunar aðnjótandi að verða móðir. Svo Khloe ákveður að leita huggunar hjá mömmu sinni Kris Jenner og fara þær saman út á lífið, þrátt fyrir að Khloe finnist mamma sín drekka of mikið.

Kris drekkur að sjálfsögðu of mikið í þessari ferð þeirra mæðgna og kemur svo með þessa brjáluðu hugmynd að fara heim til Kim og gera eitthvað af sér. Þær koma við í apóteki og kaupa klósettpappír sem þær ætla að vefja utan um húsið hennar Kim og Kris hleypur um eins og fullur unglingur, mátar sólgleraugu, burstar tennurnar og sprautar rakfroðu um allt í búðinni.

Þegar þær koma heim til Kom fara þær svo um allt og sprauta rakfroðu út um allt á dyrakarma, glugga og blóm og svo kasta þær klósettpappír út um allt.

Kim kemur svo heim og verður alveg brjáluð og hún hefur aldrei sést svona reið áður. Hún hringi í mömmu sína og systur og öskrar á þær. Daginn eftir fara svo hún og Kourtney heim til mömmu sinnar og þar halda öskrin áfram en Kris reynir að segja henni að slaka á og þetta hafi nú verið grín. Að lokum sættast þær svo allar. 

SHARE