Þessi dásamlegi kjúklingaréttur er frá henni Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

 

Marbella kjúklingaréttur

Fyrir 4-6
ca 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
6 hvítlauksrif, söxuð
2 msk þurrkað oregano
60 ml rauðvínsedik
60 ml ólífuolía
1/2 bolli steinlausar sveskjur
1/2 bolli grænar ólífur
1/4 bolli capers
3 lárviðarlauf
1/2 bolli púðursykur
120 ml hvítvín
1/2 búnt fersk steinselja, söxuð
Salt og pipar

  1. Blandið saman hvítlauk, oregano, ediki, ólífuolíu, sveskjum, ólífum, capers og lárviðarlaufum. Hellið yfir kjúklingabitana og látið marinerast í nokkra klukkutíma eða yfir nótt. Ef þið hafið ekki tíma má alveg sleppa því að marinera.
  2. Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og hellið marineringunni yfir. Dreifið sykrinum yfir kjúklingabitana og hellið hvítvíninu í kringum þá. Bakið við 175° í eina klukkustund og ausið soðinu reglulega yfir bitana. Takið úr ofni og stráið að lokum steinselju yfir allt. Gott er að bera réttinn fram með cous cous, salati og/eða góðu brauði.
SHARE