Sjónvarpskonan Margrét Maack hefur sagt upp störfum á Stöð 2 og hættir í Íslandi í dag um næstu mánaðamót. Innkoma Margrétar var eins og ferskur andvari í þáttinn síðasta haust og því hlýtur uppsögnin að koma eins og reiðarslag fyrir stjórnendur 365.
Mun Margrét hafa verið ósátt við stöðu sína í fyrirtækinu og taldi vinnu sína ekki nógu vel metna af yfirmönnum.
Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans.