Meðganga og ferðalög – Að hverju er gott að huga?

 

Margar konur hafa áhyggjur af því að ferðast óléttar. Sumar hugsa “Hvað ef ég fer í fæðingu uppi í háloftunum?” Og þá er ekki hugguleg tilhugsunin um að þurfa að fara á klósettið a.m.k. 10 sinnum meðan vélin er á lofti.  Maður veit aldrei hvað getur hent.  

Nú á dögum ferðast óléttar konur langar leiðir hvort sem er í bílum eða með flugvélum.  Hver svo sem ástæðan er, ferðast konur og meðgangan er löng leið og það er ekkert grín að hanga heima nærri því heilt ár. Ef þú hefur í hyggju að ferðast skaltu endilega huga að eftirfarandi þáttum- og slappa svo af.

Hvort sem þú ferð með bíl eða í flugvél skaltu taka með þér matarbita og nóg af vatni. Óléttar konur þurfa miklu meira vatn en aðrir og það þarf að hafa í huga. Þetta auðveldar auðvitað ekki klósettmálin. Það er góð hugmynd að fá sér sæti við gang og líka er gott að vita hvað er langt á milli staða við veginn þar sem hægt er að fara inn.

Ekki taka mikið með þér

Taktu með þér þau föt sem þér finnast þægileg og eins lítið af þeim og þú getur. Trúðu því bara að þá sleppur þú við að burðast með þunga ferðatösku- jafnvel tvær og hrúgur af óhreinum fötum þegar þú kemur heim. Þú gengur með barn og það er bara fínt að láta sér líða vel í einföldum fötum. Því minni orku sem þú notar til að hugsa um útlitið þeim mun meiri tíma hefur þú til að njóta þín í ferðinni. Og þú munt hugsa til ferðarinnar með ánægju þegar barnið er komið í heiminn.

Nokkur atriði til minnis.

Taktu með: 

  • Vítamínin
  • Heilsufarsskrá (ofnæmi? blóðflokkur? o.s.frv.)
  • Upplýsingar um tryggingar
  • Þægilega skó (við mælum með að skilja hælaskó eftir heima)
  • Þægilegan jakka eða létt teppi í bílinn eða flugið
  • Hollan bita og vatn
  • Handhreinsi (t.d. handspritt) og áburð
  • Leppa inn í skóna ef fætur bólgna og verða sárir

Reyndu að vera ekki kvíðin

Kvíði er aldrei góður, sérstaklega ekki fyrir barnshafanadi konur! Reyndu eins og þú getur að vera ekki kvíðin þegar þú ert að ferðast. Best er að vera tilbúin að takast á við hið óvænta. Þú skalt ætla þér nægan tíma til að komast frá einum stað til annars, ætlaðu þér tíma til að fara á klósettið, villast, lenda í umferðarteppu  o.s.frv. Íhugaðu hvern morgun og svo skaltu anda djúpt þegar þú finnur að kvíðinn og streitan eru að herja á þig. Þegar  þú ert kvíðin er barnið þitt líka kvíðið. Reyndu þess vegna að slappa eins mikið af og þú getur.

Hreyfðu þig eins mikið og þú getur 

Barnshafandi konur geta fegnið blóðtappa af kyrrsetum. Stattu upp, teygðu þig og gakktu um, alltaf þegar þú getur. Ef þú ert akandi er gott að stoppa á tveggja til þriggja tíma fresti og ganga um og fara á klósettið. Þetta er snúnara þegar maður er að fljúgja en þó er alveg hægt að standa upp og hreyfa sig í flugvélum.

Ætlaðu þér tíma þegar þú ert komin heim aftur til að hvíla þig eftir ferðina. Það er alveg eðlilegt að þú sért þreyttari en þú hefur áður verið og þá er bara að virða þarfir líkamans.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here