Málefni og staða meðvirkra karla er ekki oft í umræðunni. Ólíkt konum tala karlar lítið um sambands vandamál við vini eða fjölskyldu. Taka tilfinningarnar og sársaukann í staðinn inn á sig. Margir fara í afneitum, þjást í hljóði, dofna og einblína á að skaffa vel og annast konu og börn. Meðvirkir karlar fórna sjálfum sér og trúa því að þeirra þarfir, þ.a.m. hugsanlegur tími frá fjölskyldunni, sé eigingirni.
Samfélagslegt og menningarlegt verðmætamat hefur í birtingarmynd og eðli sínu í gegnum tíðina hæðst að körlum fyrir að tjá tilfinningar og þarfir. Í stað þess leita því meðvirkir karlar oft í einhverja fíkn til að lifa af.
Vanvirkni í æsku
Ef þú ólst upp í vanvirkri fjölskyldu þar sem ekki var óhætt að tjá tilfinningar og þarfir verður samfélagslegt hegðunarmynstur karla þér margbrotið og afbakað. Það er auðveldara að viðurkenna ekki tilfinningar sem eru gagnrýndar eða þörfum sem ekki er mætt eða gert lítið úr. Þörfum, sem heldur ekki var mætt ef þú tókst að þér ábyrgð sem ekki var í samræmi við aldur þinn. Oft vegna foreldris sem var stjórnlaust, óábyrgt eða óþroskað.
Ef ofbeldi eða fíkn/neysla var til staðar þegar þú ólst upp var væntanlega öngþveiti, rifrildi, strangar reglur og óöryggi um hvað gerist næst, ríkjandi þættir í lífi þínu. Sjálfstjórn hjálpaði til við að lifa það af, en það að hafa stjórn á sjálfum sér eða öðrum leiðir seinna til vandamála í nánum samböndum.
Upplifir sig í gildru og óttast að verða yfirgefinn
Meðvirkir í sambandi dansa ákveðinn dans og það þarf alltaf tvo til að kunna sporin. Ef þú heldur að maki þinn sé meðvirkur eru miklar líkur á það þú sért það líka. Meðvirkir karlar laðast oft að konum sem eru þurfandi, krefjandi, afbrýðissamar eða gagnrýnar.
Karlar verða háðir samþykki maka sinna og upplifa sig svo í gildru vegna “baktjaldamakks” þeirra og krafna. Þeim er ómögulegt að setja mörk og óttast tilfinningalegar hefndir og/eða höfnunar þar á meðal synjun á kynlífi.
Konurnar er oft tilfinningaríkar og bæta þannig fyrir doðann sem margir meðvirkir karlar upplifa innra með sér. Í upphafi getur karlinn upplifað sig sterkan. Hann hjálpar þurfandi kærustu eða maka og veitir henni athygli og gefur gjafir. Hann lagar sig að væntingum hennar, og er fullvissaður um að hún muni ekki yfirgefa sambandið, en uppgötvar oft að ekkert er nóg til að fullnægja henni.
Stundum eiga þessar konur við geðræn vandamál að stríða eru háðar áfengi, eiturlyfjum eða háðar því að upplifa fjárhagslegt öryggi.
Sumir karlar enda sem vinnufíklar til þess eins að geta verið einir, en þörfum þeirra fyrir nánd, virðingu, frelsi til að nefna nokkur dæmi er aldrei mætt.
Ótti við höfnun og að verða yfirgefinn eru sterkir áhrifaþættir varðandi meðvirkni. Venjulega tilkomið vegna þess barninu var tilfinningalega snemma hafnað af foreldrum.
Vegna þessa fara karlmenn sjaldnast í burtu”líkamlega” – en draga sig heldur andlega í hlé í sjálftilbúið öruggt tilfinningalegt fangelsi. Eftir ákveðinn tima upplifa þeir sig í gildru, fullir gremju.
Þeir fara jafnvel að nota fíkniefni eða festa sig ákveðið hegðunarmynstur til að ráða við kvíða og þunglyndi. Sumir leita út fyrir sambandið til að upplifa sjálfsvirðingu.
Það eru ekki makar þeirra sem eru ástæður vandamálanna, heldur eigin meðvirkni.
Nánd
Oft koma konurnar með menn sína í ráðgjafatíma í von um að þeir temji meiri nánd, að hann verði opnari og vilja fá að taka þátt í tilfinningalífi hans. Oft uppgötvast að hann er fullfær um að tjá tilfinningar sínar. Í stað þess að vera öruggur um sig og setja heilbrigð mörk, sem hjálpar honum að tjá sig, þá hefur hann brugðist við gagnrýni og kröfum með því að berjast á móti, draga sig í hlé tilfinningalega, eða er stanslaust að koma með skýringar og afsakanir sem aldrei eru fullnægjandi. Í eigin óöryggi og getuleysi hefur hann, þagnað.
Meðvirk sambönd eru gagnvirk vegna þess að hvort um sig skortir sjálfsstjórn og eru tilfinningalega háð hvort öðru. Vandamál varðandi nánd og aðskilnað eru dæmigerð.
Pör halda oft örugga fjarlægð eða skiptast á að ýta hinum í burtu til þess að forðast tilfinningarnar og að verða of náin. Nándin eykur óttan við að verða særð/ur vegna gagnrýni, höfnunar, að vera kæfð eða týna sjálfum sér og missa sjálfstjórnina. Þrátt fyrir óhamingju eða vonbrigði fara þau ekki og sameinast aftur fyrr en eftir rifrildi eða aðskilnað, því þau óttast meira að verða yfirgefin.
Karlar sem eru beittir ofbeldi
Sumir karlar eru beittir ofbeldi í orðum eða jafnvel líkamlega af eiginkonum eða kærustum og kunna ekki að takast á við það. Þeir eru oftast hræddir um að yfirvöld muni ekki trúa því að konur þeirra séu ofbeldisfullar. Upplifa sig auðmykta og fulla af skömm yfir að geta ekki sjálfir ráðið við aðstæður.
Stundum hóta konurnar að ljúga og gera það jafnvel og ásaka maka sinn um ofbeldi. Þessir menn geyma sjálfir innra með sér leyndarmál ofbeldisins og þjást í þögninni.
Þeir geta lært að meta sjálfan sig og breytt ásynd sambandsins með því að vinna í meðvirkni sinni og setja mörk.
Meðvirkni og fíkn
Menn sem eru fíklar eru einnig meðvirkir. Líf þeirra snýst um fíknina – hvort sem það eru fíkniefni (þ.m.t. áfengi) kynlíf, spil, matur eða vinnufíkn. Sem allt er notað til að stjórna skapinu og sjálfsvirðingunni. Þeir reyna að stjórna fíkninni og fólk í kringum sig til þess eins að geta viðhaldið fíkn sinni. En á meðan stjórnar fíknin þeim.
Fráhald eða edrúmennska gefur þeim tækifæri til að vinna á undirliggjandi áhrifum vegna meðvirknis.
Bati inniheldur að finna sjálfan sig og sjálfsvirðingu sína og hæfileikan til að hafa stjórn á hugsunum, tilfinningum og vandamálum lífsins.
Þýtt og endursagt frá
Darlene Lancer,Jd. MFT 2012
Af Percy B. Stefánsson
Ráðgjafa hjá Lausninni sjálfsræktarsamtök – www.lausnin.is