Söngkonan Mel B segir að það sé kynlífið sem haldi henni í góðu formi.

Fyrrverandi kryddpían Mel B, sem dæmir nú keppendur í Americas got talent segir að besta æfingin sé kynlíf. Hún segir að kynlíf hennar og eiginmannsins, Stephen Belafonte sé mikilvægur hluti af “æfingarplani” hennar.

Mel B, sem er 38 ára gömul er í fantaformi. Aðspurð hvernig hún haldi sér í góðu formi segir hún að það sé vinna: “Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hreyfi ég mig mjög mikið, sem er bæði hörku vinna og frekar leiðinlegt en svo er það kynlífið.”

Mel B á þrjár dætur. Hún segir að móðurhlutverkið sé erfitt en frábært, hún segir að hún ætlist til þess að börn sín mennti sig áður en þau fara út í skemmtanabransann.

 

SHARE