Kona í Kaliforníu segist vera með Barbie á heilanum segist stunda dáleiðslu þessa dagana til þess að reyna að lækka greindarvísitölu sínu.
Hún kallar sig Blondie Bennet og er 38 ára: „Ég vil vera hin eina sanna Barbie og ég vil vera heilalaus,“ segir hún í viðtali við Barcroft TV. „Mér líkar það ekki að vera mannvera, skilurðu…. náttúrulegt er leiðinlegt… Ég myndi elska það að vera öll gerð úr plasti.“
Blondie hefur farið í 5 brjóstastækkanir og fleiri aðgerðir til þess að reyna að ná þessu markmiði sínu en hefur, sem fyrr segir, líka verið að stunda dáleiðslutíma, tvisvar til þrisvar í viku til að reyna að lækka greindarvísitölu sína. Og hún segir það vera að virka.
„Ég er búin að fara í svona 20 dáleiðslutíma og ég er farin að finna að ég er mjög oft rugluð og ringluð,“ sagði Blondie í viðtali hjá Daily Mail.
Blondie elskar útlit sitt en hún segir að fólk sé ekki allt mjög hrifið af þessu og að vinir hennar og fjölskyldu séu ekki samþykk því hvernig hún sé að lifa lífinu.
Ef ykkur langar að fylgjast með Blondie þá er hún á Twitter.