Hvað teljast miklar og langvarandi blæðingar?

Það er ekkert sem segir nákvæmlega til um hve lengi eða hve miklar blæðingar skulu vera.

Það er erfitt að meta blóðmagnið en þær teljast of miklar ef:

  • þær standa lengur en 8-10 daga, einkum ef það er viðvarandi.
  • ef þær eru svo miklar að dagleg störf verða erfiðleikum bundin og laga þarf ferðalög og frístundir að blæðingunum.
  • blæðingarnar eru vikum saman svo miklar að gengur á blóðið í líkamanum og konan verður blóðlítil.

 

Hvað veldur miklum og langvarandi blæðingum?

Orsök mikilla og langvarandi blæðinga:

  • hjá ungum konum er oftast tímabundin óregla á hormónunum, nokkuð sem lagast af sjálfu sér. Orsökina má örsjaldan rekja til líffærasjúkdóma.
  • þegar nálgast tíðahvörf er þetta oftast merki um lélegt jafnvægi á milli hormónanna. Eftir því sem árin færast yfir er þó líklegra að líffærasjúkdómar eigi sökina.
  • það gæti til dæmis verið um að ræða vöðvahnút í legi eða slímhúðaræxli.

Sjá einnig: Svona ímynda fávísir strákar sér blæðingar kvenna

Hvernig eru miklar og langvarandi blæðingar rannsakaðar?

Venjulegri móðurlífsskoðun hjá heimilislækninum er stundum fylgt eftir með ómskoðun og jafnvel legskoðun hjá kvensjúkdómalækni.

 

Hvernig er brugðist við miklum og langvarandi blæðingum?

  • Ef ekki finnast nein merki um líffærasjúkdóm er ekki nauðsynlegt að grípa til aðgerða.
  • Ef það er augljóslega hormónatruflun, er hægt að koma reglu á blæðingarnar með því að nota hormónalyf. Við það minnkar blóðmagnið og regla kemst á blæðingarnar.
  • Einnig er hægt að fá töflur sem draga úr blóðflæðinu (Cyklokapron) ef vandinn er einvörðungu fólginn í blóðmagninu.
  • Annar möguleiki er sá að setja upp hormónalykkjuna (Levonova) sem dregur úr blóðflæðinu.

Sjá einnig: Hún er með 2 leggöng og fer tvisvar á mánuði á blæðingar

Ennfremur væri hægt að láta fjarlægja slímhimnuna, með útskafi sem er lítil aðgerð sem gerð er í svæfingu. Þá er slímhúð legsins hreinsuð út eftir að leghálsinn hefur verið víkkaður út. Útskaf er yfirleitt gert vegna óeðlilegra blæðinga. Oftast eru það hormónatruflanir sem valda óeðlilega miklum, litlum eða óreglu á blæðingum. Einnig gæti verið um sjúkdóma eða sýkingu í legi að ræða en það er mun sjaldgæfara. Eftir þessa aðgerð er eðlilegt að hafa blæðingar í viku. Útskröpun fyrir 40 – 45 ára aldur er til lítils, en á sextugsaldri er vert að læknirinn íhugi hvort þörf sé á slíku.

Venjuleg kvensjúkdómarannsókn er mikilvæg í leit að orsökinni.

Fleiri góðar heilsutengdar greinar eru á doktor.is logo
SHARE