Miley Cyrus flytur inn með kærustunni

Manni finnst svona korter síðan við heyrðum af því að Miley Cyrus (26) væri að skilja við eiginmann sinn, Liam Hemsworth. Það var síðan 5 mínútum síðar sem Miley sást í keleríi, með Kaitlynn Carter (30), á Ítalíu.

Miley og Kaitlynn hafa verið óaðskiljanlegar síðan þær komu frá Ítalíu og nú er sagt frá því á HollywoodLife að þær séu að flytja inn saman.

Sjá einnig: Miley Cyrus’s og 20 dollara smokkurinn

„Miley og Kaitlynn eyða öllum sínum tíma saman og fluttu inn saman í Hidden Hills í seinustu viku,“ segir heimildarmaður HollywoodLife, en þetta hverfi sem þær eru að flytja í, er það sama og Kardashian klanið býr í.

Þær stöllur voru vinkonur áður en Liam og Miley skildu og fóru oft á tvöfalt stefnumót með Kaitlynn og hennar fyrrverandi, Brody Jenner.  Þær hafa ekki opinberað samband sitt en Miley sagði þó að hún hefði aldrei haldið framhjá Liam á meðan hjónabandi þeirra stóð.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here