Miley eyddi áramótunum með Liam

Söngkonan og mannréttindakonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth eyddu áramótunum saman í faðmi fjölskyldu hans í Ástralíu. Nú segja þau sem eru nálægt Miley að hún sé í skýjunum yfir að hafa fengið að vera með honum og að hana langi mikið til að gefa sambandinu annað tækifæri, þar sem hún hefur aldrei í raun komist yfir hann.

Sjá einnig: Miley reykir jónu ber að ofan

Miley eyddi jólunum með fjölskyldu sinni, en flaug síðan til Ástralíu til að fagna nýju ári með Liam. Þau héldu til í húsi bróður Liam í Byron Bay, þar sem mikil skemmtun var yfir áramótin í stíl villta vestursins.

Hún fór síðan með ættingjum í sígaunaverslun og keypti sér síða kjóla úr tilvonandi fatalínu þeirra og segir starfsmaður verslanarinnar að það hafi komið henni á óvart hversu róleg og “venjuleg” Miley hafi verið.

Ef þú vissir ekki hver hún var, þá myndi þig ekki gruna að hún væri fræg. Hún var svo jarðbundin og elskuleg. Virkilega svöl og mjög almennileg.

Liam og Miley hafa verið að tala um að hittast í marga mánuði og létu því verða að því. Samkvæmt heimildum er áhugi þeirra beggja fyrir að taka upp þráðinn þar sem þau skildu við hann árið 2014.

Sjá einnig: Miley toppar sjálfa sig – Geggjaðir búningar

2FB5E72E00000578-3384838-image-m-11_1451970418261

Fjölskyldu skemmtun: Miley fór í vilta vesturs skemmtun í Byron Bay í Ástralíu með Liam Hemsworth og fjölskyldu.

Sjá einnig: Bróðir Miley Cyrus er hulinn húðflúrum

2FC54D0B00000578-3384838-image-m-6_1451969884155

2FC5640F00000578-3384838-image-a-3_1451969319751

2FC8614C00000578-3384838-image-m-9_1451970314826

SHARE