Missti 7 fingur og brenndist alvarlega vegna lúsasjampós

Aleema Ali (16) var bara aðeins 12 ára gömul þegar hún fékk 3. stigs bruna á höfði og líkama og missti 7 fingur.

Aleema fyrir slysið

Aleema hafði verið að koma heim úr heimavistaskólanum sínum þegar hún komst að því að hún væri með lús. Hún setti lúsasjampó í sig og lét það bíða í hárinu eins og leiðbeiningarnar sögðu til um að ætti að gera. Á meðan hún beið með lúsasjampóið gekk hún inn í eldhús en á leiðinni milli herbergja kviknaði í sjampóinu, en það er einstaklega eldfimt.

Helmingur líkama Aleema brann alvarlega og hún hefur misst 7 fingur.

Henni var haldið sofandi í 2 mánuði eftir slysið og var lengi að ná heilsu á ný.

Hún er alveg einstaklega jákvæð og segir að þetta slys hafi gert hana að betri manneskju. Hún segir jafnframt að sjálfstraust hennar og sjálfsást hafi aldrei verið meiri.

„Að sumu leyti er ég ánægð með að þetta gerðist, því þetta gerði mig að betri manneskju,“ sagði Aleema í samtali við Daily Mail.

Sjá einnig: Matvaran endist enn lengur

Aleema er 16 ára í dag og hefur farið í hundruði aðgerða til að reyna að laga húðina. Hún gerir förðunarmyndbönd sem hún birtir á netinu og á marga aðdáendur.

Nýlegar greinar:

SHARE