Mitt mat á Glúteni

Mitt persónulega mat er það að ég er ekki að finna heila brú í því afhverju einhver ætti að taka út allt glúten úr fæðunni ef ekki er óþol fyrir því, heldur til þess eins að grenna sig, það er ekki rétta leiðin. Þú ert að fara á mis við það mikið af kjarngóðum fæðutegundum eins og t.d. höfrum, byggi og öðrum kornvörum sem gefa góð kolvetni og trefjar, hvar ætlarðu með þægilegu móti að sækja þau næringaefni annarsstaðar?

Að vísu eru kostir við það líka að taka út glúten úr fæðunni að takmörkuðu , en þú ert að takmarka neyslu á unnum matvörum sem ég er hvort eð er hlynntur fyrir vegna framleiðsluferlis þeirra matvæla oft á tíðum, m.a. vegan sterkjuefna sem koma úr óvelkomnum E aukaefnum við vinnslu matvæla að mínu mati eins og til að mynda :

E 1404 Oxuð sterkja
E 1410 Mónósterkjufosfat
E 1412 Díssterkjufosfat
E 1413 Asetýletrað Díssterkjufosfat
E 1414  Hýdroxyprópýlsterkja
E 1420 Sterkjuasetat

Svo gott er að vera vakandi fyrir þessum hóp glúten matvæla sem eru unnin sem hafa þessi sterkjukenndu E efni, dextrin sterkjusykrur, þykknir sem eru tilbúnar sósur og súpur t.d. (Extract) og önnur þykk efni, þau mega út mín vegna.

Glúten er falið víða í matvælum, en algengar fæðutegundir sem innihalda glúten eru meðal annars:

Hveiti –  Hveitiklíð – Kúskús – Spelt – Bygg – Bankabygg – Rúg og mjöl – Hafrar og haframjöl

Svo þegar heilt er yfir litið og ég spurður að því hvort ráðlagt sé að taka út glúten úr fæðunni er ekki til þetta algilda svar, sumt má fara út eins og ég lýsti hér að ofan og annað ætti að haldast inni. Það er því eiginlega ekki lausnin á bættu mataræði heldur bara lausn ef að þú ert með óþol.

En ef grunur leikur á því að þú hafir óþol skaltu leita ráðgjafar hjá lækni og/eða næringarfræðing til þess að gangast undir rannsókn sem gengur úr skugga um það hvort um er að ræða óþol fyrir glúteni eða ekki, ef svo vill til að óþol er til staðar þá hefur glúteninntaka ekki góðáhrif eðli málsins samkvæmt.

Hjá þeim sem hafa óþol inniheldur glútenið prótínefni sem stífla slímhúð þarma og meltingarinnar svo úr verður mikil lömun á upptöku og frásogi ýmissa nytsamlegra næringarefna svo að úr verður  skortur  á þessum næringarefnum vegna þess að líkaminn nýtir þau ekki vegna þessa glútenins sem er próteinefnið er í glúteni,  þó svo að um sé að ræða þokkalega fjölbreytta og holla fæðu þá hefur það lítið að segja  fyrir manneskju með óþol ef hún inniheldur mikið glúten og getur í raun orðið skaðlegt.

Einkennin eru þreyta, slen, höfuðverkur, blóðleysi, niðurgangur eða hægðartregða og oft á tíðum þaninn kviður. Fyrir nokkru las ég að hér á landi hafi verið talið að einn af hverjum 8000 einstaklingum hafi glútenóþol en í sumum erlendum vestrænum ríkjum sé það einn á móti 1000 til 2000 einstaklingum.

Ekki kann ég nákvæma skýringu á þessum mun, en eitthvað segir mér að þessi tala hafi breyst og fleiri tilfelli séu í gangi en þetta gefur til kynna, það er mín tilfinning einfaldlega vegna þess að einkennin af þessu og mjólkuróþoli eru nokkuð svipuð og dæmin sanna að einkennin hjá fólki eru fleiri en þessar tölur gefa til kynna, nú væri gott að spyrja næringarfræðing álits á þessu eða þann sem hefur yfir höndum tölfræðina í þessu, því ekki er hægt að líta fram hjá upplifunum einstaklinga sem til mín hafa leitað sem m.a. hafa haft vott af þessum einkennum hvort sem það snýr að þessu endilega skal ég ekki segja en einhversstaðar er maðkurinn geymdur  í mysunni.

Ég ráðlegg einstaklingum að ræða við fagaðila þegar kemur að þessu eins og lækna og eða næringarfræðinga og stíga varlega til jarðar þegar kemur að ákvörðunum um val á matvælum ef grunur leikur á að um glútenóþol sé að ræða, ég varð persónulega vitni að slæmum atburði fyrir 4-5 árum þegar ótilgreindur næringaráðgjafi ráðlagði manneskju með glútenóþol að taka út hveiti (sem er gott því það inniheldur glúten) en auka þá inntöku á spelti í staðinn,  sem er mjög slæmt því í spelti er jafnvel meira glúten en í hveiti.

Því þegar að þessu er komið að neita eingöngu glútenfrírrar fæðu er mikið vandaverk að fylgjast með umbúðum a.m.k. til að byrja með, ef þær eru óljósar þá þarf einfaldlega að hafa samband við framleiðanda eða innflytjanda vörunnar til að ganga úr skugga um að glúten sé nokkuð fyrir.

Glútenið er útum allt ef svo má segja og það er erfitt við það að eiga að taka það allt út og eins og fyrr segir nauðsynlegt að gera það í samvinnu við næringarfræðing t.d. En það að glútenfría fæðið með það eitt í huga að grenna sig og taka til í mataræðinu þá ertu svolítið að sækja langt yfir skammt og gera hlutina erfiðari og torveldari fyrir þig en tilefni er til.

Taktu til í mataræðinu á þeim forsendum að þú sjáir það fyrir þér að þú haldir það út það sem þú átt eftir ólifað, ekki blekkjast af einhverjum tímabundnum “trendum” hér og þar þegar kemur að næringu.

Óska ykkur alls hins besta  í hollum mat og drykk.

Björn Þór Sigurbjörnsson einkaþjálfari Body.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here