Módel með Downs heilkenni tekur þátt í tískuvikunni í New York

Leikkonan glæsilega úr þáttaröðinni American Horror Story, hún Jamie Brewer verður ein af módelunum á tískuvikunni í New York.

jamie1

Það er hönnuðurinn Carrie Hammer sem gerir fötin sem Jamie mun klæðast og mun taka þátt í sýningunni Role Models Not Runway Models sem er ein af mest sóttu sýningum tískuvikunnar.

jamie-brewer-first-model-with-down-syndrome-on-catwalk-at-fashion-week-lead

Þetta er í fyrsta skipti sem Jamie tekur þátt í svona tískusýningu en hún er þaulvön leikkona og hefur leikið í þremur seríum að American Horror Story. Jamie er ótrúlega virk í því að tala máli fólks með Downs Syndrome og það var þess vegna sem Carrie fannst hún tilvalin í þessa sýningu.

Carrie Hammer - Mynd af heimasíðu hennar
Carrie Hammer – Mynd af heimasíðu hennar

 

 

Tengdar greinar:

Fór á lokaballið með dreng með downs heilkenni

Hún gengur með barn með Downs heilkenni – Myndband

Veitingahúsaeigandi með Downs heilkenni rekur vinalegasta veitingastað í heimi – Myndband

SHARE