Mögulega besta nachos í heimi

Ég gæti flutt búferlum ofan í Doritospoka og lifað þar hamingjusöm til æviloka. Svartan Doritospoka nota bene. Ég treð þessum bölvuðu flögum allsstaðar. Í kjúklingarétti, í kjötrétti, í salöt, upp í mig, upp í aðra og út um allt. Það er allt betra með dálitlu Doritos.

Meira að segja ís. Appelsínugulur Doritos og bananaís – draumur í dós. Sver það.

IMG_6875

Um síðustu helgi bjó ég til alveg guðdómlegt nachos. Himnarnir grétu. Í alvöru. Svo ljúffengt var það.

PicMonkey Collage

Mögulega besta nachos í heimi

1 poki svartur Doritos (eða hvaða tegund sem fleytir ykkar bát)

1 krukka sterk salsasósa

1 poki rifinn ostur

1 saxaður rauðlaukur

1/2 söxuð paprika

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar

ferskt kóríander (smekksatriði – má sleppa)

1 dós sýrður rjómi

Ég byrjaði á því að setja slatta af flögum í botninn á eldföstu móti. Svo lék ég bara af fingrum fram. Henti dálítið af osti hingað og þangað. Skvettu af salsasósu. Dreifði örlítið af papriku og rauðlauk yfir. Ásamt kóríander og sólþurkkuðum tómötum. Annað lag af flögum og sama sagan aftur – öllu dreift yfir. Þetta endurtók ég þar til Doritospokinn kláraðist. Setti svo dálítið vel af osti ofan á.

Inn í ofn á 180° í sirka korter. Eða þar til osturinn bráðnar.

IMG_6878

Borið fram með sýrðum rjóma. Og stóru bjórglasi.

Tengdar greinar:

Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu

Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi

Beikon nachos ídýfa – Uppskrift

SHARE