Um árið 1900, voru ljósmyndatökur fátíður atburður í lífi hins venjulega manns. Það voru fáir ljósmyndarar og einstaka myndavél. Það var mjög dýrt að fara í myndatöku og það tók tíma sinn að ná að taka mynd. Dólk þurfti að vera alveg grafkyrrt í allavega 30 sekúndur til að hægt væri að festa þau á filmu. Það er kannski ástæðan fyrir öllu alvarlega fólkinu á myndum frá þessum tíma.

Sú hefð var á þessum tíma að láta mynda sig með þeim látnu áður en þeir voru bornir til grafar, því þá átti fjölskyldan mynd af viðkomandi um aldur og ævi. Þetta er ekki eins og í dag þar sem eru til milljón myndir af hverri manneskju á samfélagsmiðlum og minniskortum hér og þar.

Hér má sjá nokkrar af þessum myndum sem teknar voru á þessum tíma.

SHARE