Það er mikill munur á minnstu konu í heimi og manninum með stærstu fætur í heimi.
Brahim Takioullah er með stærstu fætur í heimi. Lengd fóta hans eru 38 cm og eru fætur hans því fjórum sinnum stærri en á minnstu konu í heimi, Jyoti Amge.
Jyoti, sem er 19 ára gömul og kemur frá Nagpur í Indlandi er ekki há í lofti en hún er einungis 60 sentímetrar á hæð.
Brahim er næst hæsti maður í heimi og er 243 sentímetrar á hæð. Nýlega var tekin mynd af Brahim og Jyoti saman og stærðarmunurinn hefur vakið mikla athygli.
Parið stillti sér upp saman á mynd sem var tekin í þeim tilgangi að auglýsa áskorunina “Ótrúlegir fætur” en það á að reyna að búa til stærsta myndaalbúm sem til er á internetinu af fótum! Reynt verður að setja heimsmet.
Það vantar í það minnsta 50,000 fætur á myndina svo þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta skráð sig hér.