Nafn konunnar sem lést í bílslysinu

Konan sem lést í umferðarslysi í gær á Ólafsfjarðarvegi á Hámundarstaðahálsi skammt sunnan Dalvíkur hét Zofia Gnidziejko, til heimilis að Eyrarvegi 9 á Akureyri.

Hún var 34 ára gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn, 4 og 10 ára. Zofia var farþegi í fólksbifreið sem lenti í árekstri við pallbíl.

 

SHARE