Netníðingarnir eru norðlenskir

 

Akureyrarvikublaðið greindi frá því í dag að netníðingarnir sem staðið hafa af mjög svo ósmekklegum ummælum um konur en fyrir skömmu var rætt mikið um síðu á Facebook sem gekk undir nafninu Karlar eru betri en konur.
Um var að ræða síðu sem birti mikið af myndum og texta sem niðurlægði konur.

Þórlaug Ágústsdóttir varð fyrir grófum nauðgunarhótunum ásamt því að birt var mynd af henni sem breytt var í myndvinnsluforriti og birt á síðunni með textanum: „Konur eru eins og gras, það þarf að slá þær reglulega“.

Flestir fjölmiðlar landsins fjölluðu um síðuna og baráttu Þórlaugar við að fá myndina fjarlægða en forsvarsmenn Facebook höfðu þá ekki sinnt ítrekuðum beiðnum frá fjölda fólks um að fjarlægja myndina. Málið komst í hámæli og um það var fjallað víða um heim, til dæmis í tímaritinu Der Spiegel, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, í sjónvarpi í Suður-Ameríku og Miðjarðarhafslöndunum og víðar. Facebook fjarlægði myndina og forsvarsmenn fyrirtækisins báðust afsökunar á því að hafa ekki brugðist betur við.
Það var þó ekki svo að um tilviljun væri að ræða að aðstandendur síðunnar ákváðu að birta mynd af Þórlaugu því hún hafði í nokkurn tíma átt í samskiptum við þá á Facebook þar sem hún hafði reynt að rökræða við þá um jafnréttismál og skaðsemi svokallaðrar „nauðganamenningar“.
Einnig höfðu þessir sömu aðilar hótað Hildi Lilliendahl og orðið þess valdandi að ítrekað var Facebookaðgangi hennar lokað.

Í gegnum tíðina hefur ekki verið hlaupið að því að komast að hverjir hafa staðið á bak við síður sem þessa en Þórlaug hefur ásamt fleirum unnið að því að komast að því hver eða hverjir það eru sem standa á bak við síðuna og sú vinna hefur leitt í ljós að um er að ræða drengi á aldrinum 15-20 ára sem búsettir eru á Norðurlandi, flestir í foreldrahúsum.
Þórlaug hefur nú þegar tilkynnt barnaverndarnefnd á Húsavík um málið en hefur ekki lagt fram kærur vegna þess. „Þetta er mál sem ég vil helst ekki þurfa að fara með til lögreglunnar. Þessir strákar eru rafrænir „góðkunningjar lögreglunnar“ og þegar þeir búa í foreldrahúsum þá finnst mér augljóst að um ákveðið foreldravandamál sé að ræða,“ segir Þórlaug og biðlar til foreldra á Norðurlandi að ræða við börn sín um hegðun á netinu og virðingu fyrir öðrum.

„Eitt gott hefur þó komið út úr þessu, og það er að jafnréttismál hafa fengið verðskuldaða umræðu, en málið snýst samt ekki um um einhverja baráttu kynjanna hvort gegn öðru, heldur það að við sem samfélag höfnum ofbeldi – hvar svo sem það fyrirfinnst, á netinu eða innan veggja okkar eigin heimilia,“ segir Þórlaug að lokum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here