Neydd til að giftast manninum sem nauðgaði henni – Skrifum undir

16 ára gamla Amina Filali fyrirfór sér í mars árið 2012 með því að gleypa rottueitur.
Hún hafði verið neydd í hjónaband með manninum sem nauðgaði henni.
Þessi sorglega saga um Aminu er ekki óalgeng í Marokkó þar sem 475. grein þarlendra hegningarlaga veitir nauðgurum undanþágu frá saksókn ef þeir giftast fórnarlömbum sínum.

Amnesty krefst þess að marokkósk yfirvöld taki nauðsynleg skref í átt til þess að binda enda á ofbeldi og mismunun gagnvart konum í landinu, einkum krefst Amnesty þess að:

-Marokkósk yfirvöld tryggi að mismunun og ofbeldi gegn konum sé afnumið í framkvæmd, í samræmi við 5. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Gera verður ráðstafanir til að þjálfa lögreglu og dómsvald svo að tryggt sé að þolendur nauðgana fái notið réttlætis. Nauðsynlegt er að einblína á vernd til handa þolendum nauðgana framar heiðri fjölskyldunnar.

-Yfirvöld tryggi að 475. grein marokkóskra hegningarlaga sé breytt á þá leið að gerendur nauðgana geti ekki forðast saksókn með því að giftast fórnarlömbunum. Amnesty leggur áherslu á að þyngd refsingar eigi ekki fara eftir því hvort fórnarlambið var „óspjallað” fyrir árásina eða ekki.

Hjálpum til og skrifum undir!
Það má gera með að smella hér.

SHARE