Rannsókn hjá sérfræðingum við Massachusetts General Hospital (MGH), í samstarfi við sérfræðinga við Karolinska Institutet í Svíþjóð, hefur í fyrsta skipti sýnt fram á að bólga í heila sjúklinga með vefjagigt orsaki svefntruflanir.
Skýrsla þeirra hefur verið birt á netinu í tímaritinu Brain, Behavior and Immunity.

Í dag eru ekki til góð meðferðaúrræði við vefjagigt, hugsanlega verður hægt að þróa árangursríkar meðferðir út frá þessari rannsókn.

Marco Loggia MD við Martinos Center for Biomedical sagði:

“Að finna hlutlægar taugafræðilegar breytingar á heila sjúklinga með vefjagigt getur hjálpað til við að draga úr viðvarandi fordómum sem margir sjúklingar standa frammi fyrir. Oft er sagt að einkenni þeirra séu ímyndun og að ekkert sé í raun að hjá þessum sjúklingahóp.”

Vefjagigt einkennist af einkennum þ.m.t langvarandi útbreiddur sársauki, svefnvandamál, þreyta og hugrænn vandi svo sem minnisleysi og depurð og sveppasýking. Sjúkdómurinn hefur áhrif á um 4 milljónir fullorðinna í Bandaríkjunum, samkvæmt Centers for Disease Control and Prevention.

Fyrrum rannsóknir frá Karolinska hópnum sem leiddar voru af Eva Kosek, MD, eru jafnframt leiðandi í núverandi rannsóknum sem gefa til kynna hugsanlega taugabólgu í heila – þar með talið hækkun á bólgueyðandi próteinum í heila og mænuvökva – en engin fyrri rannsókn hefur beinlínis sýnt taugabólgu hjá sjúklingum með vefjagigt.

Samkvæmt þessu er hugsanlega hægt að sjá með vefjagigt með petskanna og þróa þar með viðeigandi úrræði.

Lesa má nánar um þessa nýju rannsókn á: https://www.technologynetworks.com/cell-science/news/glial-activation-found-in-the-brains-of-fibromyalgia-patients-310084

SHARE