Ný rannsókn vekur grun um að hvítu blóðkornin eigi þátt í að dreifa krabbameini um líkamann

Hvítu blóðkornin eru vörn líkamans en nýlegar rannsóknir á dýrum vekja grun um að ef til vill eigi þau þátt í að dreifa krabbameini um líkamann.

Vísindamenn við rannsóknarstofuna í heilbrigðisfræðum við McGill háskólann komust að því að kerfið sem ræðst gegn hættulegum sóttkveikjum í líkamanum virðist líka taka og virkja krabbameinsfrumur sem eru í líkamanum. Ef þetta er rétt eru meiri líkur á að krabbameinið dreifi sér.

Þessir sömu vísindamenn komust að því að þeir gátu hægt á dreifingu krabbameinsfrumanna með því að nota lyf sem hindraði að hvítu blóðkornin næðu krabbameinsfrumunum. Þessar niðurstöður voru birtar í  the Journal of Clinical Investigation.

Þeir sáu vísbendingar í rannsóknum sínum sem vöktu hjá þeim grun um þetta og fylgdu þeim eftir. Áframhaldandi rannsóknir hafa líka aukið þekkingu vísindamanna á af hverju krabbamein dreifir sér.

Önnur rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature Cell Biology leiddi í ljós að einnig er til staðar mjög flókið ferli frumanna í líkamanum sem verður til þess að krabbamein dreifist. Í þriðja lagi fundu vísindamenn við háskólann í Californíu, San Diego prótín sem virðist hafa áhrif á dreifingu krabbameinsfruma um líkamann.

SHARE