Það eru tískubylgjur í mataræði líkt og flestu öðru, en tískuávöxtur ársins 2017 mun væntanlega verða jackfruit ef marka má vaxandi áhuga á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og matarbloggum. En um er að ræða ber af móberjatrjám sem geta vegið allt að 40 kíló og vaxa í Suður- og Suðaustur-Asíu.

Eins og nafnið gefur til kynna er um ávöxt að ræða en hann er þó þekktur fyrir sérstaka áferð sem minnir einna helst á kjöt og er gjarnan notaður af grænmetisætum í staðinn fyrir „pulled pork“.

Jackfruit er ekki bara hlaðinn af próteini, vítamínum og steinefnum, heldur er hann einstaklega ljúffengur. Það er hægt að nota hann matargerð lítið þroskaðan, þá einna helst í staðinn fyrir kjöt, til dæmis í karrí, á samlokur, mexíkóskan mat og í raun á þann hátt sem þér dettur í hug. Þroskaðri ávöxt þarf bara að fræhreinsa og afhýða og borða eins og hann kemur fyrir. Hann er líka hægt að nota til að bragðbæta hrísgrjón og jafnvel búa til ís.

Það er tilvalið að verða sér út um þennan framandi og áhugaverða ávöxt og prófa sig áfram með hann í matargerð, svona til að tolla í tískunni og jafnvel gefa avókadóinu sívinsæla smá frí.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE