Eftir að hafa eytt meira en 30 milljónum í lýtaaðgerðir þá hefur Rodrigo Alves verið valinn nýji „Mennski Ken“.

rodrigo-alves

Rodrigo er 31 árs flugþjónn sem er fæddur í Brasilíu og býr í London. Á mánudaginn fór hann í aðgerð sem voru eiginlega 6 aðgerðir í einni en verið var að stækka augnsvæðið hans og stækka á honum munninn svo brosið hann verði enn stærra.

spl747721-009

„Þetta hefur verið langt ferli,“ sagði Rodrigo í samtali við Daily Mail. „Þetta er langtíma markmið. Þegar maður byrjar á þessu er erfitt að hætta og ég er með fullkomnunaráráttu. Þetta eru snjóboltaáhrif og ég er ekki að fara að hætta. Ég er miklu meira en bara sílikon og lýtaaðgerðir.“

ken1n-1-web

Rodrigo þurfti að leita sér aðstoðar eftir að hann fór í aðgerð sem misheppnaðist og hann sagði frá því í þættinum „Bodyshockers“. Hann segir að hann sjái ekki eftir neinum ákvörðunum sem hann hefur tekið varðandi útlit sitt. „Ég geri mér grein fyrir að ég er langt frá því að vera fullkominn,“ segir Rodrigo. „Ég er ekki veruleikafirrtur og ég veit að ég er ekki fallegasti maður í heimi. Ég stefni bara að því að líta eins vel út og ég get. Ég trúi því að allt sem ég hef gert er ákveðin fjárfesting. Ég ætlaði mér aldrei að reyna að líta út eins og Ken en það var eitthvað sem vinir mínir eru farnir að kalla mig.“

 

 

Tengdar greinar: 

Þau fóru í lýtaaðgerðir til að líta út eins og Ken & Barbie

Stúlkan sem lítur út eins og barbídúkka – Segist lifa eingöngu á fljótandi fæði og vera frá öðrum hnetti

SHARE